toppurFiskarFuglarHundarKettirNagdýrFroskdýrÁ aðalsíðu
transparent
transparent
 

FUGLAR

ANNAÐ

African Parrots (Afríkupáfar)

UNDIRSÍÐUR

Í afríkupáfaættkvíslinni (Poicephalus, Necropsitta, Lophopsittacus, Mascarinus, Coracopsis, Psittacus og Agapornis) eru 24 tegundir og fjölmörg afbrigði. Heimkynni þeirra eru um mestalla Afríkuálfu og nálægum eyjum. Nokkrar ættir eru þegar útrýmdar og margar tegundir í útrymingarhættu en aðrar eru enn algengar. Þeir spanna frá 14 cm á lengd upp í 70 cm. Þetta eru fagrir fuglar, gáfaðir, kelnir en nokkuð háværir. Margar tegundir er hafðar sem gæludýr í heimahúsum og veita eigendum sínum ómælda ánægju. Í þeim hópi eru hinir ákveðnu en litfögru ástargaukar (dvergpáfar) og svo grápáfarnir greindu. Það er mikil skuldbinding að eiga þessa páfagauka á og þeir þurfa heilmikla umhyggju og athygli. Sumir geta orðið 50-70 ára gamlir og hafa greind á við 5 ára barn. Þeir eru frekar þægilegir í meðförum, auðveldir í fóðrun, einrænir og minnugir. Þeir þurfa gott aðhald til að þeir verði ekki frekir og erfiðir. Margar tegundir geta lært að segja einhver orð, einkum grápáfarnir sem eru taldir bestir talfuglar í heiminum.

 Congo African Grey
 
Fischer's Lovebird
 
Masked Lovebird
 
Peach-faced Lovebird
 
Senegal Parrot
 
Timneh African Grey

CAG g-poicephalus-rufiventris
g-poicephalus-senegalus
meyeri
lovebirds
jardine
fischers-lovebird280
botn