|
 |
|
Midas Cichlid Amphilophus citrinellus
Stærð: 24,4 cm.
Kynin: Karlfiskurinn fær stærri hnúð og lengri og oddmjórri bakugga. Nokkur litabrigði eru til.
Um fiskinn: Þetta er stór og illskeyttur fiskur. Hann er þekktur fyrir hnúðinn á enninu sem bæði kynin fá. Þeir eru einfarar þó að til séu undantekningar.
Æxlun: Það er erfitt að fá þá til að fjölga sér vegna þess að karlfiskurinn þjarmar svo að kerlunni í tilhugalífinu að hann getur gengið af henni dauðri. Það er því nauðsynlegt að fylgjast vel með gangi mála. Seiðin eru mjög mörg og fljótvaxin.
Uppruni: Mið-Ameríka: Atlantshafmegin í Níkaragúa og Kostaríka á vatnasvæði San Juan fljóts, m.a. í Nicaragua, Managua, Masaya og Apoyo-vatni.)
Búrstærð: 300 l
Hitastig: 23-33°C
Sýrustig (pH): 6-8
Harka (gH): 5-19
Fóður: Þurrfóður, rækjur, blóðormar, smáfiskar.
Verð: 1.190 kr.
|
|