toppurFiskarFuglarHundarKettirNagdýrFroskdýrÁ aðalsíðu
transparent
transparent
 

FERSKVATN

ANNAÐ

Amphilophus robertsoni

amphilophus_robertsoni02

False Firemouth Cichlid (Emerald Cichlid)
Amphilophus robertsoni

Stærð: 19 cm.

Kynin: Karlfiskurinn er litsterkari en hrygnan og varir rauðleitar. Vottar fyrir svörtum þverböndum á búknum. Blágrænt perlumynstur, einkum í uggum og rauðleitt svæði við tálknin. Uggarnir eru oddmjórri á hængnum.

Um fiskinn: Þessi fiskur líkist eldmunnanum en er töluvert stærri. Hann eignar sér yfirráðasvæði sem gerir það erfitt að setja tvo karlfiska í sama búr. Stórt búr með mörgum steinum og felustöðum er best til að umhverfið líkist náttúrulegu heimili fisksins. Fallegur og harðgerður fiskur, en grimmlyndur eins og aðrar Ameríkusiklíður í sama stærðarflokki. Getur étið minni fiska. Sjaldséður.

Æxlun: Það er frekar erfitt að fá þá til að fjölga sér þar eð erfitt er að para þá. Parið velur sér stein eða holu og hrygnir þar. Hrognafjöldi 400. Þetta eru annars góðir foreldrar og verja ungviðið. Seiðin fara að synda um eftir rúma viku.

Uppruni: Mið-Ameríka: Atlantshafshlið Mexíkó (Coat- zacoalcos fljót) til Hondúras.

Búrstærð: 400 l

Hitastig:  26-30°C

Sýrustig (pH): 7,2-8
9
Harka (gH):
10-35

Fóður: Þurrfóður, dafnía, artemía.

Verð: 4 cm: 2.290 kr.

Amphilophus robertsoni
botn