|
Cockatoo Dwarf Cichlid Apistogramma cacatuoides
Stærð: 5 cm.
Kynin: Kerlan verður skærgul þegar hún ver eggin sín(mið mynd).
Um fiskinn: Mjög fallegur fiskur sem er til í mörgum litbrigðum. Það er frekar erfitt að halda kakadúann, því hann drepst ef vatnið er ekki gott eða maturinn slæmur. Ekki er ráðlagt að setja hann í nýuppsett fiskabúr. Þeim líður best þar sem er mikið af vatna- gróðri og steinum. Fást í nokkrum litaafbrigðum td. Orange, Red, Double-Red, Red Flash.
Æxlun: Oft hrygna margir kvenfiskar með einum karli, ef nóg er af felustöðum handa þeim. Kvenfiskarnir geta orðið grimmir í garð maka síns, og þá er gott að fjarlægja hann úr búrinu.
Uppruni: Suður-Ameríka: vatnasvæði Amazonfljóts, í þverám Ucayali, Amazonso og Solimôes frá Pachitea fljóti til Tabatinga.
Búrstærð: 60 l
Hitastig: 24-25°C
Sýrustig (pH): 6-8
Harka (gH): 5-19
Fóður: Þurrfóður, dafnía.
Verð: 1.590 kr.
|
|