|
Pandurini Dwarf Cichlid Apistogramma panduro
Stærð: 4,9 cm.
Kynin: Sporðblaka karlfisksins er stærri og lengri en kvenfisksins sem er ávalari (neðri myndir).
Um fiskinn: Þetta eru fallegir fiskar frá Venesúela sem þurfa góða ummönnun og reyndan eiganda. Það þarf lítið út af að bera til að þeir deyi. Þeir elska sprungur og holur og þeim líður vel innan um gróður. Þetta eru friðsamir fiskar en þurfa mjög gott fæði.
Æxlun: Hrygna í hellum eða öðrum lokuðum svæðum. Karlfiskurinn stendur vörð á meðan kerlan hugsar um hreiðurstæðið. Eggin klekjast á u.þ.b. 3-4 dögum og móðirin hugsar um seiðin (neðri mynd) uns þau geta synt um sjálf.
Uppruni: Suður-Ameríka: vatnasvæði Amazon-fljóts í litlum þverám Rio Tahuayo fljóts sem rennur úr austari þverá Rio Ucayali fljóts.
Búrstærð: 60 l
Hitastig: 23-29°C
Sýrustig (pH): 5,8-6,8
Harka (gH): 4
Fóður: Þurrfóður, dafnía.
|
|