|
Asoka Barb Puntius asoka
Stærð: 17 cm
Kynin: Karlfiskarnir eru grennri og spengilegri en hrygnurnar með sterkari liti í uggum.
Um fiskinn: Asokabarbinn finnst í frekar djúpu (1-2 m) og straumhörðu vatni með malarbotni. Ungir fiskar eru oft í torfum (30-100 saman) í grynningum (5-25 cm) neðar í ám, en fullvaxta fiskar í dýpra vatni ofar í ám. Miklir sundfiskar.
Æxlun: Hrygnir á hefðbundinn barbamáta, en sjaldan í búrum.
Uppruni: Asía: efri hluti Sitawaka-fljóts og þveráa og Kelanifljóts nálægt Kitulgala á Srí Lanka.
Búrstærð: 120 l
Hitastig: 25-30°C
Sýrustig (pH): 6,5-7,5
Harka (dH): 1-18
Fóður: Þurrfóður.
|
|