toppurFiskarFuglarHundarKettirNagdýrFroskdýrÁ aðalsíðu
transparent
transparent
 

FERSKVATN

ANNAÐ

Aulonocara saulosi “Likoma Island”

Green Face

Green Face Peacock
Aulonocara saulosi “Likoma Island”

Stærð: 9-11 cm.

Kynin: Karlfiskurinn er blár og rauðleitur með grænbláan haus (blárri nær strönd Malavívatns - A. saulosi “Makanjilla”) og snoppulangur en hrygnan dökkbrún (mið mynd). Nefndur eftir fiskafangaranum, Saulos Mwale.

Um fiskinn: Þessi fallegi fiskur eignar sér yfirráða- svæði sem gerir það erfitt að setja tvo karlfiska í sama búr. Þarf stórt búr með mörgum steinum og felustöðum til að umhverfið líkist náttúrulegu heimili hans. Finnst við Likoma-eyju og austurströnd Malaví- vatns (neðsta mynd).

Æxlun: Þessir fiskar eru munnalarar. Þess vegna þurfa hrygnur og seiði að fá skjól í hellum og holum.

Búrstærð: 180 l

Hitastig:  28°C

Sýrustig (pH): 8

Harka (gH): 22

Fóður: Þurrfóður, dafnía.

Green Face1
Green Face2
botn