|
Chitimba Bay Peacock Aulonocara stuartgranti “Chitimba”
Stærð: 9-11 cm.
Kynin: Karlfiskurinn er fagurblár með appelsínugult band um búkinn framanverðan en hrygnan brúnleit (neðri mynd).
Um fiskinn: Þessi fallegi fiskur eignar sér yfirráða- svæði sem gerir það erfitt að setja tvo karlfiska í sama búr. Þarf stórt búr með mörgum steinum og felustöðum til að umhverfið líkist náttúrulegu heimili hans. Kemur frá Chitimbaflóa við norðvesturströnd Malavívatns. Skyldur A. stuartgranti “Chilumba”, A. stuartgranti “Chitendi Island”, A. stuartgranti “Ngara.”
Æxlun: Þessir fiskar eru munnalarar. Þess vegna þurfa hrygnur og seiði að fá skjól í hellum og holum.
Búrstærð: 200 l
Hitastig: 28°C
Sýrustig (pH): 8
Harka (gH): 22
Fóður: Þurrfóður, dafnía.
|
|