toppurFiskarFuglarHundarKettirNagdýrFroskdýrÁ aðalsíðu
transparent
transparent
 

FUGLAR

ANNAÐ

Australasian Parrots (Ástralasíupáfar)

UNDIRSÍÐUR

Í ástralasíupáfaættkvíslinni (Bolbopsittacus, Psittacella, Geoffroyus, Prioniturus, Tanygnathus, Eclectus, Psittrichas, Prosopeia, Alisterus, Aprosmictus, Pezoporus, Geopsittacus, Strigops, Loriculus, Nestor, Micropsitta, Cyclopsitta og Psittaculirostris) eru 56 tegundir og fjölmörg afbrigði. Heimkynni þeirra eru í Ástralasíu þ.e. Ástralíu, Tasmaníu, Nýja-Sjálandi, Nýju-Gíneu, Filippseyjym og fleiri nálægjum eyjum. Þeir spanna frá 8 cm á lengd (pygmípáfar) upp í 48 cm( kea páfinn). Þetta eru fagrir fuglar, skrautmiklir og frekar hljóðir. Margar tegundir eru hafðar sem gæludýr í heimahúsum og veita eigendum sínum ómælda ánægju. Það er mikil skuldbinding að eiga þessa páfagauka og þeir þurfa heilmikla umhyggju og athygli. Sumir geta orðið 30-40 ára gamlir. Þeir eru frekar þægilegir í meðförum, auðveldir í fóðrun og félagslyndir. Þeir þurfa gott aðhald til að þeir verði ekki frekir og erfiðir. Margar tegundir geta lært að segja einhver orð og er eclectus páfinn þar fremstur og undurfagur að auki.

 Solomon Eclectus Parrot

Eclectus
bluerumped_parrot
Blue-crowned hanging parrot
Tanygnathus_megalorhynchus_affinis
kea
botn