|
Black Neon Tetra Hyphessobrycon herbertaxelrodi
Stærð: 3,2 cm.
Kynin: Karlfiskurinn er spengilegri en hrygnan og litmeiri.
Um fiskinn: Svartneon tetran er falleg og róleg. Hún hefur ljósbláa sjálflýsandi rönd eftir endilöngum búknum. Lyndir almennt vel við aðra rólega fiska og plummar sig best í torfu með 5 eða fleiri fiskum. Oft er heppilegast að hafa einn hæng á móti 4 hrygnum. Þetta er harðgerður fiskur sem syndir gjarnan um allt búrið, einkum í mið og efri vatnslögum og er vel sýnilegur.
Uppruni: S-Ameríka: vatnasvæði Paraguay-fljóts.
Æxlun: Stráir eggjum á hefðbundinn tetru máta. Frekar erfiður í ræktun. Best að hafa þéttan gróður til að hrygna í og fjarlægja foreldrana eftir got. Hrognin klekjast út á 24-30 tímum og seiðin eru frísyndandi eftir 3-4 daga.
Búrstærð: 80 l
Hitastig: 23-28°C
Sýrustig (pH): 5,5-7,5
Harka (gH): 15
Fóður: Þurrfóður, blóðormar. Ekki matvandur.
Verð: 340 kr.
|
|