|
Black Ruby Barb Puntius nigrofasciatus
Stærð: 6 cm
Kynin: Karlfiskarnir verða kolsvartir með vínrauðan haus á hrygningartímanum. Hrygnan er gráleit með svörtum þverböndum (neðsta mynd).
Um fiskinn: Purpurabarbinn er afar litfagur fiskur. Til að viðhalda litnum þarf að gefa honum góðan mat og hafa vatnið gott. Þeim líður best í hóp, og semur vel við aðra fiska nema kannski mjög smáa. Karlfiskarnir eru afar fallegir og talið er að þeir sýni sínar bestu hliðar þegar meira er af karlfiskum en kvenfiskum.
Æxlun: Litur karlfisksins verður ofsalegur rétt fyrir mökun. Hrygnan dreifir mjög mörgum eggjum sem klekjast út á einum degi. Það er frekar auðvelt að rækta þessa fiska í fiskabúri.
Uppruni: Asía: finnst eingöngu í skógarlækjum allt upp í 300 metra hæð á vatnasvæði Kelani til Nilwala á Srí Lanka.
Búrstærð: 40 l
Hitastig: 22-26°C
Sýrustig (pH): 6-6,5
Harka (dH): 5-12
Fóður: Þurrfóður.
Verð: 480 kr.
|
|