toppurFiskarFuglarHundarKettirNagdýrFroskdýrÁ aðalsíðu
transparent
transparent
 

FERSKVATN

ANNAÐ

Black Tetra

Black  Tetra (Black Widow Tetra, Skirt Tetra)
Gymnocorymbus ternetzi

Stærð: 6 cm.

Kynin: Karlfiskurinn er spengilegri en hrygnan. Fiskurinn er svartur með háan kvið- og bakugga og tvær dökkar þverrákir fremst. Til er alhvítt albínó afbrigði (neðri mynd).

Um fiskinn: Svarttetran er falleg og kvik með háan bak- og kviðugga. Henni lyndir ágætlega við aðra fiska og getur átt til að pikka aðeins í fiska með slæðusporða. Hún er þægileg í umgengni og mjög harðgerð, og því fínn byrjendafiskur. Best er að hafa hana í torfu (5 eða fleiri) og þá fleiri hrygnur en hænga. Gaman er að fylgjast með hængum sýnast hvor fyrir öðrum. Þeir sperra uggana og dansa umhverfis hvor annan. Þolir vel lægra hitastig.

Uppruni: S-Ameríka: vatnasvæði Paraguay og Gua- poré-fljóts

Æxlun: Þessir fiskar æxlast frekar auðveldlega á hefðbundinn tetrumáta. Hrognin klekjast út á 24-36 tímum og seiðin eru frísyndandi eftir 3-4 daga.

Búrstærð: 80 l

Hitastig:  20-26°C

Sýrustig (pH): 6-8

Harka (gH): 5-19

Fóður: Þurrfóður, blóðormar.

Verð: Black 340 kr;
         Albino 340 kr.

gymnocorymbus_ternetzi4
Gymnocorymbus ternetzi albino
botn