toppurFiskarFuglarHundarKettirNagdýrFroskdýrÁ aðalsíðu
transparent
transparent
 

FERSKVATN

ANNAÐ

Bloodfin Tetra

Bloodfin2

Bloodfin Tetra
Aphyocharax anisitsi

Stærð: 5,5 cm.

Kynin: Karlfiskurinn er spengilegri og rauðari í uggum en kerlan. Hann er einnig með lítinn krók á gotraufarugganum (mið mynd).

Um fiskinn: Myndarleg tetra og góður samfélagsfiskur. Lyndir ágætlega við aðra rólega fiska og plummar sig best í torfu með 4 eða fleiri fiskum. Þetta er harðgerður og vel sýnilegur fiskur. Hann getur lifað upp undir 10 ár.

Uppruni: S-Ameríka: vatnasvæði Paraná-fljóts.

Æxlun: Stráir eggjum á hefðbundinn tetru máta. Frekar auðveldur í ræktun og auðvelt að þekkja kynin sundur. Best að hafa þéttan gróður til að hrygna í og fjarlægja foreldrana eftir got. Hrognin klekjast út á 24-30 tímum og seiðin eru frísyndandi eftir nokkra daga.

Búrstærð: 80 l

Hitastig:  18-28°C

Sýrustig (pH): 6,0-8,0

Harka (gH): 30

Fóður: Þurrfóður, blóðormar og hvers kyns smáormar.

Copyright www.jjphoto.dk

Bloodfin3
Bloodfin
botn