|
Buenos Aires Tetra Hyphessobrycon anisitsi (Hemigrammus caudovittatus)
Stærð: 7 cm.
Kynin: Karlfiskurinn er spengilegri en hrygnan og litsterkari.
Um fiskinn: Fánatetran er frekar stór og rennileg. Nafnið er dregið af norska fánamynstrinu í sporðinum. Þessi tetra verður nokkuð stór og getur verið svolítið uppáþrengjandi við minni fiska. Hún á það til að éta gróður þ.a. búrgróðurinn þarf að vera í seigara lagi til að fyrirbyggja þetta. Best í 5-6 fiska torfu með fáum hængum og mörgum hrygnum. Ef þeir eru fáir í torfu er meiri hætta á andfélagslegri hegðun út á við. Þetta er harðgerður fiskur sem syndir gjarnan um allt búrið og er vel sýnilegur. Albínó afbrigði til (mið mynd).
Uppruni: S-Ameríka: vatnasvæði Paraná og Uruguay-fljóts.
Æxlun: Stráir eggjum á hefðbundinn tetru máta. Ekki svo erfiður í ræktun. Best að hafa stórblaðóttan gróður ss. sverðplöntur fyrir fiskinn að hrygna á og fjarlægja foreldrana eftir got. Hrognin klekjast út á 20-24 tímum og seiðin eru frísyndandi eftir 3-4 daga.
Búrstærð: 100 l
Hitastig: 23-28°C
Sýrustig (pH): 6-7
Harka (gH): 5-12
Fóður: Þurrfóður, gróður, skordýr, blóðormar.
Verð: 420 kr.
|
|