|
Bush Coral - Asparagus Tip Nephthea sp.
Einkenni: Fallegur kórall með mörgum greinum. Holsepar aðallega á ystu greinum. Holseparnir eru ekki inndraganlegir og minna á spergilkál. Finnst í í Kyrrahafi, við Tongaeyjar og víðar.
Litir: Brúnbleikur með ljósari holsepum.
Um kóralinn: Lifir bæði á plöntusvifi og þörungaframleiðslu eigin baktería, og hentar því ágætlega í heimabúri. Þarf góðan straum og vex hratt við áskjósanlegar aðstæður. Nauðsynlegt að bæta snefilefnum í vatnið og viðhalda góðu kalkmagni. Þessi kórall er verulega eitraður og getur haft neikvæð áhrif á kóralla í næsta nágrenni við sig.
Fjölgun: Fjölgar sér með greinafellingu og klofningu.
Verð: 6.190/8.490/12.390 kr.
|
|