toppurFiskarFuglarHundarKettirNagdýrFroskdýrÁ aðalsíðu
transparent
transparent
 

FERSKVATN

ANNAÐ

Bushymouth Catfish

brúsknef

Bushymouth Catfish
Ancistrus temminckii

Stærð: 12 cm en kvenfiskarnir eru aðeins minni.

Kynin: Hængar eru áberandi stærri en hrygnur og hafa þar að auki stóran brúsk á nefinu. Gyllt afbrigði einnig til (mið mynd).

Um fiskinn: Brúsknefjinn er ein vinsælasta glersugan. Hann er svo ljótur að hann virkar bara fallegur! Þó að þeir séu til friðs innan um aðra fiska geta þeir verið passasamir á svæði gagnvart eigin tegund, en samt ekkert alvarlegt. Þeir nýtast vel í búrinu og éta allt fóður sem til fellur, auk þörunga. Ekki er mælt með að hafa þá í gróðurríkum búrum nema þegar þeir eru ungir.

Æxlun: Hrygna oft í fiskabúrum án vitundar eiganda síns.  Oftast inni í afkimum og skotum.  Hængurinn er afbragðsforeldri og hugsar um bæði egg og seið.

Uppruni: S-Ameríka: efra og mið vatnasvæði Brasilíu- hluta Amazonfljótsins og frá vatnsvæði Negro, neðri Trombetas, Tefé, Madeira og Tapajós fljóta.

Búrstærð: 100 l

Hitastig:  23-27°C

Sýrustig (pH): 6-8

Harka (gH): 5-19

Fóður: Þurrfóður, þörungur, grænmeti.

Verð: Venjulegur 1.090 kr.
         Villtur stór 2.590 kr.
         Gylltur 1.490 kr

ancistrus_dolichopterus goldjpg
ancistrus2
botn