|
Cabbage Coral (Flower Lettuce Coral) Lobophytum crassum
Einkenni: Kállaga linkórall með stórum blöðkum og holsepa jafnt yfir allan flötinn. Getur orðið 100 cm á breidd. Vex oftast í góðum straumi og nokkuð hratt.
Litir: Yfirleitt bleikbrúnleitur.
Um kóralinn: Lifir á plöntusvifi og þarf því að vera í góðum straumi. Nærist einnig á ljósi. Gott að bæta joðíð og önnur snefilefni í vatnið hjá þeim og viðhalda góðu kalkmagni. Þessi ætt kóralla er all eitruð og getur skemmt harða kóralla í næsta nágrenni við sig.
Fjölgun: Hægt að fjölga í búri með afskurðum. Allir holsepar á einum kóralli eru af sama kyni og verða ekki kynþroska fyrr en kórallinn hefur náð vissri stærð - um 18 cm í þvermáli, 2ja ára aldri og rúmlega 85 g þyngd.
Verð: 3.090/5.990/7.590 kr.
|
|