toppurFiskarFuglarHundarKettirNagdýrFroskdýrÁ aðalsíðu
transparent
transparent
 

FERSKVATN

ANNAÐ

Cherry Barb

Cherry Barb
Puntius titteya

Stærð: 5 cm.

Kynin: Hængurinn sýnir vínrauðari lit (efsta og neðsta mynd) en kvenfiskurinn (mið mynd) meiri gulan lit.

Um fiskinn: Kirsuberjabarbinn er fínn samfélagsfiskur þar eð hann stækkar lítið, skiptir sér ekki af öðrum fiskum, er auðveldur í umönnun og fallegur á litinn. Hann getur átt til að hoppa upp úr vatninu, þannig að best er að loka búrinu. Hægt er að hafa hann í pörum eða stórum hópum. Honum líður best innan um gróður og í góðri lýsingu, sér í lagi sólarljósi.

Æxlun: Það er ekki erfitt að fá þessa fiska til að hrygna ef vel er hugsað um þá. Þeir dreifa eggjunum innan um gróðurinn og ætti að fjarlægja foreldrana sem fyrst áður en þeir fara að gæða sér á þeim.  Seiðin birtast eftir einn dag og fara að synda um nokkrum dögum síðar.

Uppruni: Asía: vatnasvæði Kelani til Nilwala, Srí Lanka.

Búrstærð: 40 l

Hitastig:  23-27°C

Sýrustig (pH): 6-8

Harka (dH): 5-19

Fóður: Þurrfóður.

Verð: 390 kr.

barbus_titteya_big
cherrybarb1
Puntius titteya
botn