toppurFiskarFuglarHundarKettirNagdýrFroskdýrÁ aðalsíðu
transparent
transparent
 

FERSKVATN

ANNAÐ

Chocolate Gourami

Chocolate Gourami
Sphaerichthys osphromenoides

Stærð: 6 cm.

Kynin: Karlfiskurinn er stærri og spengilegri en kerlan og litsterkari. Hann er sjúkkulaðibrúnn á lit með gylltum þverrendum.

Um fiskinn: Þessi ljúfi smágúramí er bæði friðsamur og fallegur. Hængurinn er oft að gera sig til við hrygnuna og getur verið nokkuð aðgangsharður við hana. Hentar vel með rólegum fiskum, jafnvel diskusum. Það fer voða lítið fyrir honum og hann er nokkuð harðgerður en samt viðkvæmur fyrir vatns- gæðum og hröðum breytingum. Þarf súrt og mjúkt vatn. Þetta er ekki byrjendafiskur.

Uppruni: Asía:  Indónesía (Súmatra og Borneó) og Malaya.

Æxlun: Munnklekjari. Hrygnan gengur með upp í sér í 2 vikur áður en seiðinum er sleppt. Seiðafjöldi allt að 25. Nærast fyrst á dafníu og artemíu.

Búrstærð: 60 l

Hitastig: 24-27°C

Sýrustig (pH): 4-6

Harka (gH): 0-4

Fóður: Þurrfóður, blóðormar og hvers kyns smáormar.

Verð: 1.390 kr.

Sphaerichthys_osphromenoides
Chocolate02

Copyright www.jjphoto.dk

botn