|
Um 43 kórallar tilheyra kórallaættkvíslinni Clavularia, þar af ein úr Atlantshafi.
Þetta eru þekjandi kórallar sem mynda botnmottur og upp úr þeim rísa fjölmargar 1-5 cm langar sívalningslaga totur sem holsepar koma upp um. Holseparnir eru af fullu inndraganlegir og oft æði fallegir og fjaðurlaga, stundum eins og pálmtré í laginu eða burrkni.
Þetta eru fallegir, harðgerir og litmiklir kórallar sem eru oft hafðir til sölu í búðum. Þeir þurfa góðan straum til að úrgangur setjist ekki á þá. Eru viðkvæmir fyrir áloxíð úr sumum fosfateyðandi svömpum.
|
|