toppurFiskarFuglarHundarKettirNagdýrFroskdýrÁ aðalsíðu
transparent
transparent
 

FUGLAR

ANNAÐ

Cockatiel  (dísa)

Cockatiel (Cockatoo Parrot/ Quarrion)
Nymphicus hollandicus

Lýsing: Dísarpáfinn er lítill páfagakur. Hann er með fjaðurskúf á höfðinu og næstum alltaf með rauðar eða appelsínugular kinnar. Til eru mjög mörg litarafbrigði.

Lengd: 32 cm.

Lífslíkur: 20-25 ár.

Um kynin: Auðvelt að sjá hjá sumum litarafbrigðum en erfitt eða ógerlegt hjá öðrum. Kvenfuglar og sumir ungfuglar eru með þverrendur eru undir stéli.

Uppruni: Víðast hvar í Ástralíu, einkum inn í landi. Finnst hins vegar ekki á norðurstöndinni, Cape York skaganum og austurstöndinni. Finnst ekki á Tas- maníu eða meðfram suður- og suðvesturströndinni.

Um fuglinn: Dísan hefur fallega söngrödd og flestir geta flautað einhver lög. Hún er harðger og huguð og ekki þekkt fyrir að naga mikið. Hún þolir vel aðra fugla, og getur jafnvel lifað með öðrum tegundum eins og gárum eða öðrum smáfuglum.

Hávaðasemi: Hljóðlátur fugl.

Fóðrun: Fjölbreytt kornfóður, ávextir og grænmeti. Einnig vel soðið alifuglakjöt, fiskur. Fjölvítamín nauðsynlegt.

Staða í dag: CITIES II. Algengur.

Verð: Ótaminn 10.000-19.900 kr. Handmataður 16.000-28.000 kr.

Cockatiel

Smelltu á myndina til að fá fleiri myndir

log

Fuglarnir okkar
smelltu á myndina

Umsagnir fuglaeigenda

botn