Coloured Polyp Zoanthus sp.
Einkenni: Hnapplaga holsepar sem vaxa þétt á kóralgrjóti.
Litir: Yfirleitt grænbrúnleitir með grænbrúnum öngum og diski og ljósri miðju.
Um kóralinn: Hefur upp undir 30 anga umhverfis miðjunni. Nærist mestmegnis á dýrasvifi og matarögnum. Holsepasamfélagið getur orðið mjög stórt um sig. Þarf góða birtu og góðan straum. Harðgerður kórall.
Fjölgun: Fjölgar sér með nýjum brumhnöppum sem vaxa út frá stilkrótinni. Framleiðir einnig egg og sæði.
Verð: 4.290/5.790/8.090 kr.
|