toppurFiskarFuglarHundarKettirNagdýrFroskdýrÁ aðalsíðu
transparent
transparent
 

FERSKVATN

ANNAÐ

Congo Tetra

Congo Tetra
Phenacogrammus interruptus

Stærð: 8 cm (hrygnur 6 cm).

Kynin: Karlfiskurinn er spengilegri en hrygnan og mun litfegurri. Hann skartar öllum litum regnbogans þegar ljósið glampar á silfurlitaðinn búkinn. Sporður og uggar hængsins eru með hvítri brún og löng tota út úr miðjum sporðinum (efri mynd). Nokkur afbrigði til td. Blue Congo (myndir) og Yellow Congo.

Um fiskinn: Kongótetran er eina tetran frá Afríku og ein fallegast tetran af þeim öllum. Hún er mjög straumlínulöguð og hraðsynd og alla jafna friðsæl. Hún hentar þess vegna með mörgum rólegum fiskum.  Hún er þægileg í umgengni og harðgerð, og því fínn byrjendafiskur. Best er að hafa hana í torfu. Gaman er að fylgjast með hængum sýnast hvor fyrir öðrum. Þeir sperra uggana og dansa umhverfis hvor annan.

Uppruni: V-Afríka: Kongó lýðveldið.

Æxlun: Þessir fiskar æxlast frekar auðveldlega á hefðbundinn tetrumáta. Hrognin klekjast út á 24-36 tímum og seiðin eru frísyndandi eftir 3-4 daga.

Búrstærð: 180 l

Hitastig:  23-26°C

Sýrustig (pH): 6-8

Harka (gH): 5-19

Fóður: Þurrfóður, blóðormar.

Verð: Blue 3” 1.790 kr;
         Yellow 3” 1.490 kr.

phenacogrammus_interruptus1
Phenacogrammus interruptus
botn