|
Í haukpáfaættkvíslinni (Aratinga, Nanadayus, Conuropsis, Ognorhynchus, Leptosittaca, Rhynchopsitta, Pyrrhura, Cyanoliseus, Enicognathus, Miopsitta, Bolborhynchus og Brotogeris) eru meira en 50 tegundir og fjölmörg afbrigði. Heimkynni þeirra eru í Mið- og Suður-Ameríku og á ýmsum Karíbahafseyjum. Nokkrar tegundir eru í útrymingarhættu en aðrar eru enn algengar. Þeir spanna frá 23 cm á lengd upp í 45 cm. Þetta eru fagrir fuglar, lífsglaðir, kelnir en nokkuð háværir. Margar tegundir er hafðar sem gæludýr í heimahúsum og veita eigendum sínum ómælda ánægju. Það er heilmikil skuldbinding að eiga þá og þeir þurfa heilmikla umhyggju og athygli. Sumir geta orðið 30-40 ára gamlir. Þeir eru yfirleitt auðveldir í meðförum, þægilegir í fóðrun, hrekkjóttir og trúðslegir. Þeir þurfa gott aðhald til að þeir verði ekki frekir og erfiðir. Margar tegundir geta lært að segja einhver orð. Ef maður þolir skrækina í þeim verða þeir ómissandi félagar í ys og þys hversdagslífsins.
|
|