|
 |
|
Borley “Kandango” Copadichromis borleyi “Kandango”
Stærð: 15-17 cm.
Kynin: Karlfiskurinn er með rauðbrúnum búk, bláum haus og hvíta rák eftir bak- og kviðugganum. Einnig með mjög áberandi langan kviðugga. Hrygnan er gráleit með gulbrúnum uggum og vottar fyrir þrem dökkum blettum. Nokkur litamunur er á hængum eftir staðsetningu í vatninu og ýmis undirafbrigði til (Cobué, Gold Fin, Namalenji). Nefndur í höfuðið á H.J.H. Borley.
Um fiskinn: Þessi yndisfagri fiskur eignar sér yfirráða- svæði sem gerir það erfitt að setja tvo karlfiska í sama búr. Heldur sér á 10-25 m dýpi í Malavívatni. Þarf stórt búr með mörgum steinum og felustöðum til að umhverfið líkist náttúrulegu heimili hans. Finnst nálægt Fort Maguire við suðausturströnd vatnsins.
Æxlun: Þessir fiskar eru munnalarar. Þess vegna þurfa hrygnur og seiði að fá skjól í hellum og holum.
Búrstærð: 600 l
Hitastig: 28°C
Sýrustig (pH): 8
Harka (gH): 22
Fóður: Dafnía, fullvaxin artemía, þurrfóður.
|
|