|
 |
|
Verduyne Copadichromis verduyne
Stærð: 12-13 cm.
Kynin: Karlfiskurinn er grænblár, stundum með gulum yrjum. Hrygnan er silfurgrá með þriggjabletta mynstri (neðsta mynd). Nokkur litamunur er á hængum eftir staðsetningu í vatninu og ýmis undirafbrigði til (Kirondo, Lundo, Mbamba Bay, Puulu). Nefndur í höfðuðið á Dirk Verduijn.
Um fiskinn: Þessi fallegi fiskur eignar sér yfirráða- svæði sem gerir það erfitt að setja tvo karlfiska í sama búr. Þarf stórt búr með mörgum steinum og felustöðum til að líkja eftir náttúrulegum aðstæðum hans. Finnst norður með austurstrandlengjunni frá Makanjilla. Skyldur C. azureus, C. “Kawanga”, C. verduyni “Northern”, C. verduyni “Deep Blue”.
Æxlun: Þessir fiskar eru munnalarar. Þess vegna þurfa hrygnur og seiði að fá skjól í hellum og holum.
Búrstærð: 300 l
Hitastig: 28°C
Sýrustig (pH): 8
Harka (gH): 22
Fóður: Dafnía, fullvaxin artemía, þurrfóður.
|
|