|
Deep-water Sea Fan Iciligorgia schrammi
Einkenni: Geysifagur og stór blævængskórall sem vex undir 18 metra dýpi og allt niður á 365 metra dýpi við td. Grand Cayman-eyjar.
Litir: Rauður eða gulur með hvítum holsepum.
Um kóralinn: Lifir eingöngu á þörungasvifi og hentar því illa í heimabúri, að ekki sé minnst á stærðina. Þetta er stór og viðkvæmur kórall sem þarf góðan straum. Nauðsynlegt að bæta snefilefnum í vatnið og viðhalda góðu kalkmagni. Þessi kórall er eitraður eins og margar aðrar gorgóníur.
Fjölgun: Fjölgar sér með klofningum eða greinabrotum.
|
|