toppurFiskarFuglarHundarKettirNagdýrFroskdýrÁ aðalsíðu
transparent
transparent
 

FERSKVATN

ANNAÐ

Dimidochromis compressiceps

Malawi Eye-biter
Dimidochromis compressiceps

Stærð: 20-25 cm

Kynin: Karlfiskurinn er ljósblár og sterklega byggður. Það vottar fyrir tveim dökkum láréttum böndum hjá báðum kynjum en þau eru meira áberandi hjá hrygnunni sem er annars silfurgul á litinn (mið mynd).

Um fiskinn: Þessi fiskur eignar sér yfirráðasvæði sem hann ver af miklu harðfylgi. Þarf stórt búr með mörgum steinum og felustöðum til að umhverfið líkist náttúrlegu heimili hans. Sómir sig vel í búri fullum af Vallisneria. Heldur sig í grynningum upp að 15 m dýpi. Ránfiskaeðlið hverfur næstum alveg í heimabúri þar sem hann fær reglulega að éta. Nafnið “Eye-biter” er rangnefni, þótt tenntur sé (neðsta mynd). Fiskurinn finnst víðast hvar í Malavívatni.

Æxlun: Þessir fiskar eru munnalarar. Þess vegna þurfa hrygnur og seiði að fá skjól í hellum og holum.

Búrstærð: 600 l

Hitastig:  28°C

Sýrustig (pH): 8,2

Harka (gH): 15

Fóður: Þurrfóður, kjötmeti.

Malawi Eye-biter
Malawi Eye-biter1
Malawi Eye-biter2
botn