|
Ember Tetra Hyphessobrycon amandae
Stærð: 2 cm.
Kynin: Karlfiskurinn er spengilegri og litmeiri en hrygnan sem er stærri og feitari.
Um fiskinn: Glóðatetran er mjög falleg smátetra sem lyndir vel við aðra rólega fiska. Hún unir sér best í torfu - 5-8 saman. Hún étur ekki gróður og vill ekki vera í mjög björtu búri. Gott að hafa vel af gróðri og rótum til að skapa ákjósanleg skilyrði fyrir hana. Hún er fallega kopar rauð og harðgerð en það er erfitt að fá hana.
Uppruni: S-Ameríka: vatnasvæði Araguaia-fljóts.
Æxlun: Stráir eggjum á hefðbundinn tetru máta. Erfiðari í ræktun en flestar aðrar tetrur. Best að hafa þéttan gróður til að hrygna í og fjarlægja foreldrana eftir got. Hrognin klekjast út á 24-30 tímum og seiðin eru frísyndandi eftir 3-4 daga.
Búrstærð: 50 l
Hitastig: 24-28°C
Sýrustig (pH): 5,8-7,8
Harka (gH): 5-25
Fóður: Þurrfóður, blóðormar.
|
|