toppurFiskarFuglarHundarKettirNagdýrFroskdýrÁ aðalsíðu
transparent
transparent
 

FERSKVATN

ANNAÐ

Emperor Tetra

Emperor Tetra
Nematobrycon palmeri

Stærð: 4,2 cm.

Kynin: Karlfiskurinn er spengilegri með ljósblá augu og þríklofinn sporð, en hrygnan feitlagnari með gulgræn augu (mið mynd).

Um fiskinn: Keisaratetran er afar falleg á að líta með sjálflýsandi augu og lyndir ágætlega við aðra rólega fiska. Hún er þægileg í umgengni og harðgerð, og því fínn byrjendafiskur. Best er að hafa hana í torfu og þá fleiri hrygnur en hænga. Gaman er að fylgjast með hængum sýnast hvor fyrir öðrum. Þeir sperra uggana og dansa umhverfis hvor annan með gapandi munn.

Uppruni: S-Ameríka: vatnasvæði Atrato og San Juan-fljóts.

Æxlun: Þessir fiskar æxlast frekar auðveldlega á hefðbundinn tetrumáta. Þeir eru hins vegar ekki miklir hrognaætur og láta því afkvæmi sín gjarnan afskiptalaus. Hrognin klekjast út á 24-36 tímum og seiðin eru frísyndandi eftir 3-4 daga.

Búrstærð: 80 l

Hitastig:  23-27°C

Sýrustig (pH): 5-8

Harka (gH): 5-19

Fóður: Þurrfóður, blóðormar.

Verð: 590 kr.

emperor_tetra02
Emperor female
EmperorTetra
botn