|
 |
|
 |
|
Fantail Guppy Poecilia reticulata
Stærð: 5 cm.
Kynin: Kyngreining miðast lögun gotraufaruggans. Hann er ílangur hjá hængum en þríhyrningslaga hjá hrygnunni (önnur mynd að ofan til hægri). Auðvelt er að sjá muninn á kynjunum þar sem karlfiskarnir eru í skærum og fallegum litum og með íburðamikinn sporð. Bæði kynin hafa verið mikið kynræktuð til að fá fram íburðarmeiri slæðusporða og sterkari liti. Eru ekki eins harðgerðir og upprunalegu fiskarnir.
Um fiskinn: Þetta er sennilega meðal best þekktu fiska á Íslandi. Gúbbar eru mjög fallegir fiskar og litbrigðin í karlfiskunum eru ótrúleg. Nú er farið að rækta litbrigði hjá kvenfiskunum einnig. Auðvelt er að ala gúbba og þeim semur vel með öðrum fiskum. Þó þarf að passa að þeir séu ekki með fiskum sem narta í sporðinn á þeim og telja hann mesta sælgæti.
Æxlun: Gúbbar gjóta heilu seiðatorfurnar á um 4 vikna fresti. Best er að aðskilja seiðin frá aðalbúrinu þar sem hætta er á að þau verði étin. Uppeldisnet fest í aðalbúrið er góður seiðauppeldisstaður. Oft eignast gúbbí 20 til 100 seiði í einu.
Uppruni: S-Ameríka: Venesúela, Barbados, Trínidad, norðurhluti Brasilíu og Gvæjana. Hefur verið sleppt víðar en hefur orðið plága.
Búrstærð: 50 l
Hitastig: 18-28°C
Sýrustig (pH): 7-8
Harka (dH): 9-19
Fóður: Þurrfóður. Þurfa mikið grænfóður.
Verð: Hængar (flestir litir) 550 kr. Hrygnur (flestir litir) 450 kr. Endler Guppy (neðsta mynd) 790 kr.
|
|