toppurFiskarFuglarHundarKettirNagdýrFroskdýrÁ aðalsíðu
transparent
transparent
 

FUGLAR

ANNAÐ

Gang Gang Cockatoo

Gang Gang Cockatoo
Callocephalon fimriatum

Lýsing: Almennur litur grár, hver fjöður með daufri gráhvítri brún; höfuð og kambur rauðappelsínugulur; neðri kviðfjaðrir og undirstélsblöðkur með gulappelsínugulri brún; vængir og stélfjaðrir gráar; augnhringur mjór og grár; augu dökkbrún; fætir gráir; goggur ljós.

Óþroskaðir fuglar minna á kvendýrið; ungir karlar með minna rautt á höfði.

Lengd: 35 cm.

Lífslíkur: 50 ár.

Um kynin: Kvenfuglar með gráan kamb og höfuð; bringa og kviður með breiðri appelsínugulri og gulgrænni brún.

Uppruni: Suðaustur-Ástralía frá austurhluta New South Wales til suðausturodda Suður-Ástralíu; áður á Kings-eyju og stöku sinnum flökkufugl til Tasmaníu; hefur verið sleppt á Kangaroo-eyju.

Um fuglinn: Blíður og undurfagur fugl sem á erfitt með að aðlagast búrlífi. Hafnar stundum fóður og er gjarn á að reyta sig. Þarf stórt búr með felustöðum og nóg af greinum til að naga. Gott að halda uppteknum með að fóðra hann á smáfræi.

Hávaðasemi: Í meðallagi hávær.

Fóðrun: Fjölbreytt kornfóður, ávextir og grænmeti. Einnig vel soðið alifuglakjöt, fiskur. Fjölvítamín nauðsynlegt.

Staða í dag: CITIES II. Algengur.

Cockatoo_Gang-gang

Smelltu á myndina til að fá fleiri myndir

botn