Ghost Goby

Ghost Goby (Common Fuse Goby)
Fusigobius neophytus

Stærð: 7,5 cm

Uppruni:
Indlandshaf-Kyrrahaf.

Um fiskinn:
Hálfglær smágóbi sem þekkist af löngum bakugganum og smáblettunum. Hann er hafður ýmist í pari eða stakur og mesta meinleysisgrei. Þetta er kjötæta og nærist á mýsisrækjum og öðrum smálífverum og vill gjarnan fá að éta nokkrum sinnum á dag. Þarf gott búr með mörgum felustöðum og sendið botnlag. Vatnsgæði þurfa að vera góð og straumur líka. Þessi fiskur er frekar auðveldur búrafiskur og sérkennilegur að sjá.

Fóður: Artemía, mýsisrækjur, ormar, smádýr, matarleifar. Fóðra tvisvar á dag.

Sýrustig (pH): 8,1-4

Búrstærð: 80 l

Hitastig: 23-27°C

Verð: 3.690/5.090/6.590 kr.

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998