|
Green Swordtail Xiphophorus helleri
Stærð: Hængar 14 cm, hrygnur 16 cm.
Kynin: Karlfiskarnir hafa “sverð” úr sporðinum. Eru grænir í náttúrunni en mjög mörg ræktunarafbrigði til: td. rauðir, svartir, rauðir albinóar, appelsínugulir, erlusporðar, tuxedó, lýrusporðar, slæðusporðar, rauð neón ofl.
Um fiskinn: Sverðdraga er auðvelt að ala önn fyrir og eru hængarnir sérlega glæsilegir með sverðið út úr sporðinum. Venjulega eru þeir friðsamir en geta verið árásargjarnir. Best er að hafa fleiri hrygnur en hænga. Stórir sverðdragar geta átt til að éta mjög litla fiska. Þeir eiga til að hoppa, þannig að lok ætti að vera á búrinu.
Æxlun: Þessir fiskar gjóta heilu seiðatorfurnar (20-100 stk) á rúmlega 4 vikna fresti. Skilja ætti seiðin frá aðalbúrinu svo þau verði ekki étin.
Uppruni: Norður- og Mið-Ameríka: frá Rio Nantla og Veracruz í Mexíkó til norðvesturhluta Hondúras. Hefur verið sleppt á nokkrum öðrum stöðum í heiminum og er víða orðin plága.
Búrstærð: 80 l
Hitastig: 22-28°C
Sýrustig (pH): 7-8
Harka (dH): 9-19
Fóður: Þurrfóður. Þurfa mikið grænfóður.
Verð: Swordtails (flestir litir) 590 kr. Red Albino Swordtail 650 kr. Hi Fin Swordtail 790 kr.
|
|