toppurFiskarFuglarHundarKettirNagdýrFroskdýrÁ aðalsíðu
transparent
transparent
 

FUGLAR

ANNAÐ

Hispaniolan Conure

Hispaniolan Conure
Aratinga chloroptera chloroptera

Lýsing: Aðallitur grænn en ögn fölari á bringu og kvið; nokkrar rauðar fjaðrir á víð og dreif á höfði; vængbeygja, vængbrún og undirvængblöðkur rauðar; stærri undirvængblöðkur með rauðum blæ, mismiklum eftir fuglum; undirhlið flugfjaðra og stéls olivíugul; augnhringur mjög hvítur; augu brún; fætur gráir; goggur ljós.

Óþroskaðir fuglar eins og fullorðnir en undir- vængsblöðkur með grænum skellum; vængbeygja og vængbrún græn; augu dökk.

Lengd: 32 cm.

Lífslíkur: 25-30 ár.

Um kynin: Ekki hægt að kyngreina nema með DNA greiningu.

Uppruni: Hispaníóla-eyja þ.e. Haíti og Dóminíkanska lýðveldið.

Um fuglinn: Líflegur og forvitinn fugl. Mikill nagari. Þarf nóg af greinum til að naga. Harðgerður eftir aðlögunartíma. Hefur gaman af að baða sig. Getur eingöngu verið með öðrum Aratinga haukpáfum utan varptíma.

Hávaðasemi: Í meðallagi hávær-hávær.

Fóðrun: Fjölbreytt kornfóður, ávextir og grænmeti. Einnig vel soðið alifuglakjöt, fiskur. Fjölvítamín nauðsynlegt.

Staða í dag: CITIES I. Sjaldgæfur.

chloroptera

Smelltu á myndina til að fá fleiri myndir

Undirafbrigði:
Aratinga chloroptera maugei

botn