|
Chocolate Cichlid (Emerald Cichlid) Hypselecara temporalis (Cichlasoma hellabrunni)
Stærð: 25 cm.
Kynin: Karlfiskurinn er litsterkari en hrygnan (neðsta mynd). Þekkist á dökkum bletti ofan til og aftarlega á búknum. Brúnleitur fiskur sem verður fallega rauður á fengitíma (efsta mynd). Uggarnir eru oddmjórri á hængnum og hann fær meira áberandi hnúð á enninu með aldrinum.
Um fiskinn: Þessi fallegi fiskur eignar sér yfirráða- svæði sem gerir það erfitt að setja tvo karlfiska í sama búr. Stórt búr með mörgum steinum og felustöðum er best til að umhverfið líkist náttúrulegu heimili fisksins. Myndarlegur og harðgerður fiskur, en grimmlyndur eins og aðrar Ameríkusiklíður í sama stærðarflokki.
Æxlun: Það er auðvelt að fá þá til að fjölga sér. Parið velur sér stein eða holu og hrygnir þar. Hrognafjöldi 400-800. Þetta eru góðir foreldrar og verja ungviðið. Seiðin fara að synda um eftir rúma viku.
Uppruni: Suður-Ameríka: frá vatnasvæði Amazon fljóts, í afrennsli Ucayali og Amazon fljóts í Perú, afrennsli Amazonas fljóts í Kólombíu, afrennsli Solimôes-Amazon fljóts í Brasilíu austur til Cametá, og einnig í Amapá fljóti í Brasilíu og vatnsvæði Oyapock fljóts í Brasilíu.
Búrstærð: 600 l
Hitastig: 25-30°C
Sýrustig (pH): 5-7,5 9 Harka (gH): 0,3-20
Fóður: Þurrfóður, dafnía, artemía.
Verð: 1.590 kr.
|
|