|
Jandaya Conure (Yellow-headed Conure) Aratinga jandaya
Lýsing: Almenn litur grænn; höfuð og háls gulur en appelsínugulur efst á bringu og niður úr; fremsti hluti ennis og oft umhverfis augun rauður; kviður, lendar og undirvængblöðkur rauðappelsínugular; fjaðurbrúnir á neðri hluta baks rauðar; ytri hluti aðalflugfjaðra, aðalvængblaða og aukaflugfjaðra blár; undirhlið stél- og flugfjaðra svartleit; augnhringur hvítleitur; augu grábrún; goggur svartleitur; fætur gráir.
Óþroskaðir fuglar með föl gult höfuð og grænar fjaðrir á víð og dreif; augu dökk.
Lengd: 30 cm.
Lífslíkur: 30-40 ár.
Um kynin: Ekki hægt að kyngreina nema með DNA greiningu.
Uppruni: Norðaustur hluti Brasilíu frá norðurenda Goias norður yfir Piaui til Maranháo, Ceará, Pernambuco og Alagoas héraðs.
Um fuglinn: Harðger og auðveldur í meðhöndlun, Líflegur og áhugasamur og verður oftast fljótlega hændur að eiganda sínum. Þykir mjög gott að naga og þarf að útvega honum ferskar greinar og annað til að naga. Þykir gaman að baða sig og getur verið innan um aðra fugla, jafnvel líka um varptímann.
Hávaðasemi: Miðlungshávær.
Fóðrun: Fjölbreytt kornfóður, ávextir og grænmeti. Einnig vel soðið alifuglakjöt, fiskur. Fjölvítamín nauðsynlegt.
Staða í dag: CITIES II. Nokkuð algengur en á undanhaldi vegna skógarhöggs.
Verð: Ótaminn 50.000 kr. Handmataður 80.000 kr.
|
|