toppurFiskarFuglarHundarKettirNagdýrFroskdýrÁ aðalsíðu
transparent
transparent
 

FERSKVATN

ANNAÐ

Julidochromis transcriptus

Masked Julie (Black & White Julie)
Julidochromis transcriptus

Stærð: 6 cm.

Kynin: Kyngreining er erfið. Uggarnir oddmjórri á hængnum. Hrygnan jafnan minni.

Um fiskinn: Þessi er árásargjarn á sína eigin tegund.  Hann vill hafa nóg af steinum og grjóti kringum sig. Fallegur, ílangur fiskur með ljóshvítan grunnlit og 6-7 svört þverbönd. Hausinn er með nokkrum langsum böndum. Uggarnir dökkir með hvítleitum doppum og fagurblárri brún. Einn minnsti júllinn í ættinni. Lætur búraplöntur vera. Þolir illa mikil vatnsskipti - 10-15% vatnsskipti ákjósanlegust.

Æxlun: Það er erfitt að fá þá til að æxlast en þeir hrygna oftast í mjóum hellum eða sprungum. Hrygna í laumi. Mynda föst pör sem verja hrygningarsvæðið, hrognin og afkvæmin. Systkini úr eldra goti hugsa um yngri systkini. Hrognafjöldi 2-100. Hægvaxta seiði (neðri mynd). Pörun hefst um 11-12 mánaða aldur.

Búrstærð: 80 l

Hitastig:  27°C

Sýrustig (pH): 8,5-9,2

Harka (gH): 8-14

Fóður: Dafnía, fullvaxinn artemía, kjötmeti.

Verð: 2.290 kr

jul transcriptus
julie transcriptus fry
botn