toppurFiskarFuglarHundarKettirNagdýrFroskdýrÁ aðalsíðu
transparent
transparent
 

FERSKVATN

ANNAÐ

Licorice gourami

Licorice gourami
Parosphromenus deissneri

Stærð: 3 cm.

Kynin: Karlfiskurinn er stærri og spengilegri en kerlan og litmeiri. Hann er gulleitur með sverar, svartar rákir eftir búknum endilöngum og ljósblátt í uggum. Minnir á lakkrísnammi.

Um fiskinn: Þessi fallega, smávaxna gúramítegund er algert yndi. Hængurinn er sífellt að gera sig til við hrygnuna og býr oft til flothreiður til að hrygna í. Hann getur verið nokkuð aðgangsharður við hrygnuna en er alla jafna skaðlaus gagnvart öðrum fiskum. Hentar vel með rólegum fiskum, jafnvel diskusum. Það fer voða lítið fyrir honum og hann er býsna harðgerður.

Uppruni: Asía:  finnst eingöngu í Bangka-fljóti í Ind- ónesíu.

Æxlun: Hængurinn býr til flothreiður utan um fljótandi gróðurleifar. Hann lokkar síðan hrygnuna til sín og stingur eggjunum upp í hreiðrið eftir hrygningu. Síðan rekur hann hrygnuna burt og gætir hreiðursins. Hrognin klekjast út á rúmum sólarhring við 27-28°C hita. Seiðin eru agnarsmá og hanga í yfirborðinu meðan þau nærast á kviðpokanum. Lækka þarf vatnsborðið niður í 10-15 cm til að þau drukkni ekki. Best er síðan að fjarlægja hænginn. Seiðin nærast fyrst á harðsoðinni eggjarauðu en síðan á dafníu og artemíu. Þau eru frísyndandi u.þ.b. viku frá klaki.

Búrstærð: 60 l

Hitastig: 24-28°C

Sýrustig (pH): 5,6-7,2

Harka (gH): 10

Fóður: Þurrfóður, blóðormar og hvers kyns smáormar.

Gourami-Licorice02
parosphromenus_deissneri
botn