|
Nokkrar tegundir tilheyra ættkvíslinni Litophyton.
Þær líkjast Capnella en eru ekki með sömu blaðóttu knippin en eru kjarróttar og greinóttar með löngum, berum leggjum eða stilkum. Holsepar eru eingöngu á minnstu greinum, en ekki á neðri stilkum. Þessir kórallar eru nokkuð harðgerir og þekktir fyrir litafegurð. Holseparnir (polyps) eru óinndraganlegir og vilja vera í sæmilegum straumi og ágætri lýsingu.
Þeir nærast bæði á plöntusvifi og bakteríuljóstillífun og henta því ágætlega í búrum.
|
|