toppurFiskarFuglarHundarKettirNagdýrFroskdýrÁ aðalsíðu
transparent
transparent
 

FERSKVATN

ANNAÐ

Melanochromis cyaneorhabdos  "Maingano"

Maingano

Maingano Mbuna
Melanochromis cyaneorhabdos "Maingano"

Stærð: 10 cm.

Kynin: Karlfiskurinn er litsterkari en kerlan en bæði eru þó blá á brún og brá.

Um fiskinn: Hængurinn eignar sér svæði og ver gagnvart kynsystkinum. Þarf rúmgott búr með mörgum steinum og felustöðum til að umhverfið líkist náttúrlegu heimili hans. Heldur sér í hálfgrýttum grynningum á 3-10 m dýpi, jafnvel á 20-40 m dýpi. Finnst víða í Malavívatni en einkum hjá Chipoka í suðvesturhorni vatnsins.

Æxlun: Þessir fiskar eru munnalarar af mbúnuætt og fjölkvænisfiskar. Hrygnur og seiði þurfa að geta leitað  skjóls í hellum og holum. Geta átt 20-40 seiði í goti.

Búrstærð: 200 l

Hitastig:  24-26°C

Sýrustig (pH): 7,3-8,5

Harka (gH): 7-18

Fóður: Dafnía, fullvaxinn artemía, grænfóður.

Melanochromis_cyaneorhabdos__maingano
botn