toppurFiskarFuglarHundarKettirNagdýrFroskdýrÁ aðalsíðu
transparent
transparent
 

FERSKVATN

ANNAÐ

Microgeophagus ramirezi

Ramirezi

Ram Cichlid (Butterfly Cichlid)
Microgeophagus ramirezi

Stærð: 3,4 cm.

Kynin: Fremstu geislar á bakugganum eru lengri hjá hængnum. Á mökunartímanum fær kvenfiskurinn ljósfjólubláan lit um miðjan búkinn. Líka til gylltir (mið mynd).

Um fiskinn: Þessir fiskar eru viðkvæmir fyrir vatns- skilyrðum, einkum í nýuppsettum búrum. En ef vatnið er gott þá lifir þessi siklíða lengi og prýðir búrið allan tímann.

Æxlun: Það er ekki auðvelt að fá fiðrildasiklíðuna til að fjölga sér. Hún hrygnir á steinum eða í dældum og hugsa báðir foreldrarnir um hrognin og seiðin.

Uppruni: Suður-Ameríka: vatnasvæði Orinoco-fljóts í ánni llanos í Venesúela og Kólombíu.

Búrstærð: 100 l

Hitastig:  27-30°C

Sýrustig (pH): 5-6

Harka (gH): 5-12

Fóður: Þurrfóður, blóðormar, skordýr.

Verð: Normal 1.190 kr.
         Gold 1.390 kr.

Ramirezi gold
apistogramma_ramirezi2
botn