|
 |
|
Lemon Cichlid (Leleupi) Neolamprologus leleupi
Stærð: 10 cm.
Kynin: Kyngreining er erfið. Uggarnir oddmjórri á hængnum. Hrygnan jafnan minni. Gamlir hængar fá smá hnúð á enni.
Um fiskinn: Þessi siklíða er árásargjörn á sína eigin tegund. Hún vill hafa nóg af steinum og grjóti kringum sig. Fallegur, gulappelsínugulur og mjósleg- inn fiskur með bláleit augu. Hún ber sig mjög vel og lætur ekki vaða yfir sig. Harðgerður byrjendafiskur en hentar ekki í samfélagsbúr heldur einir í búri því þeir verða grimmir á hrygningartímanum. Geta þó gengið með áþekkum Tanganyikasiklíðum og ákveðnari Malaví- siklíðum. Nokkur litarafbrigði til td. “Red Fin”.
Æxlun: Það er ekki erfitt að fá þessa siklíðu til að æxlast en hún hrygnir oftast í mjóum hellum eða sprungum. Mynda föst pör sem verja hrygningar- svæðið, hrognin og afkvæmin. Hrognafjöldi um 100.
Búrstærð: 200 l
Hitastig: 24-26°C
Sýrustig (pH): 7,5-8
Harka (gH): 12-15
Fóður: Dafnía, fullvaxinn artemía, kjötmeti.
Verð: ”Red Fin” 2.290 kr
|
|