|
Nokkrar tegundir tilheyra ættkvíslinni Nephthea.
Þær eru kjarróttar og greinóttar með löngum, berum leggjum eða stilkum. Þær líkjast blómkáli þegar þær skreppa saman. Eru meðal eitraðri linkóralla. Holsepar eru eingöngu á minnstu greinum, en ekki á neðri stilkum. Þessir kórallar eru mjög viðkvæmir og þola flutning illa. Holseparnir (polyps) eru óinndraganlegir og vilja vera í sæmilegum straumi og ágætri lýsingu.
Þeir nærast bæði á plöntusvifi og bakteríuljóstillífun og eiga því að henta ágætlega í búrum. Skærlituðu afbrigðin eru sennilega ekki með þessar bakteríuflóru og því miklu erfiðari viðureignar.
|
|