Orange Pussey Coral Cladiella sp.
Einkenni: Einstaklega fallegur linkórall á löngum stilkum. Stuttgreinóttur.
Litir: Skær appelsínugulur með samlitum holsepum.
Um kóralinn: Lifir á plöntusvifi svo til eingöngu og þarf því að vera í góðum straumi svo að æti berist holsepunum. Getur stungið gorgóníur og verið stunginn af sveppasteinum. Gott að bæta joðíð í vatnið hjá þeim og önnur snefilefni. Þetta er mjög fallegur og litmikill kórall en viðkvæmur út af næringarhliðinni og því ekki heppilegur byrjendakórall. Fjölgun: Hægt að fjölga í búri með afskurðum.
Verð: 6.890/8.990/11.190 kr.
|