|
Wolf Cichlid (Guapote) Parachromis dovii
Stærð: 72 cm.
Kynin: Karlfiskurinn er litsterkari (efri myndir) og stærri en hrygnan (neðsta mynd). Búkurinn er silfur- leitur, höfuðið ögn græn- og rauðleitt. Svart band eftir endilöngum fisknum og svart perlumynstur á öllum fiskinum. Uggarnir eru oddmjórri á hængnum.
Um fiskinn: Þessi stórvaxni og myndarlegi ránfiskur eignar sér yfirráðasvæði sem gerir það erfitt að setja tvo karlfiska í sama búr. Stórt búr með mörgum steinum og felustöðum er best til að umhverfið líkist náttúrulegu heimili fisksins. Þetta er góður matfiskur þar sem hann veiðist. Afar sterkbyggður og kröftugur fiskur sem hentar bara í stór búr. Latínuheitið “dovii” merkir friðsæl dúfa og á aldeils ekki við um skapið í þessari siklíðu. Kjálkar úlfasiklíðunnar eru þær kröft- ugustu sem finnast meðal siklíða og tennurnar geta orðið um 6 mm langar. Ef bráðin er of stór til að gleypa er hún bara rifin niður í smærri bita! Þetta er samt mjög gáfað dýr og gaman að eiga og fylgjast með.
Æxlun: Það er frekar auðvelt að fá þá til að fjölga sér ef búrið einfaldlega býður upp á það. Parið verður kynþroska 12-14 mánaða og velur sér stein eða holu og hrygnir þar. Þetta eru góðir foreldrar og verja ungviðið. Seiðin fara að synda um eftir rúma viku. Geta hrygnt á 4 vikna fresti ef tekið er undan þeim.
Uppruni: Mið-Ameríka: Atlantshafsmegin frá Aguan fljóti (Hondúras) til Moín fljóts (Kostaríka); Kyrrahafs- megin frá Yeguare fljóti (Hondúras) til Bebedero fljóts (Kostaríka).
Búrstærð: 800 l
Hitastig: 21-37°C
Sýrustig (pH): 7
Harka (gH): 20
Fóður: Þurrfóður, dafnía, artemía, smáfiskar.
Verð: 3.290 kr.
|
|