|
Patagonian Conure Cyanoliseus patagonus patagonus
Lýsing: Almenn litur brúnn olívugrænn; höfuð og háls ögn grænni; hvítar merkingar við efrihluta bringu en vantar á sumum fuglum; miðhluti kviðar og neðrihluti lenda dumbrauður; neðra bak, efrihluti stélblaðka; kviðhliðar, undirstélsblöðkur og efrihluti lendarsvæðis gulur með olivíulitaðar fjaðrir inn á milli; vængbeygja og vængblöðkur olivíulitaðar; aðalvængblöðkur og ytri hluti aðalflugfjaðra blár; ytri hluti aukaflugfjaðra blágrænn; ofan á stél olívíugrænt með bláum blæ; undirhlið stéls og flugfjaðra dökkgrá; goggur svartur; breiður augnhringur hvítur; augu hvít-gulleit; fætur holdlitaðir.
Óþroskaðir fuglar með daufari fjaðrir og ljósan efri gogg; augu brún; fá fullorðinsfjaðrir um 12 mánaða aldur.
Lengd: 45 cm.
Lífslíkur: 30-40 ár.
Um kynin: Ekki hægt að kyngreina nema með DNA greiningu.
Uppruni: Verpir í Cordoba og Chubut norður til suðurhluta Neugu‚n og suðurhluta Buenos Aires í Argentínu; syðri fuglaflokkarnir hafa vetrarsetu norður í Mendoza, Entre Rios og Úrúgvæ.
Um fuglinn: Varfærinn páfagaukur og oft hávær. Oft feiminn í fyrstu. getur nagað mikið en gerir það oft ekki. Hænist ekki alveg eins vel að mönnum og aðrir nýheimsfuglar. Þykir gaman að baða sig og getur verið innan um aðra fugla ss. Monk Parakeet (Myiopsitta monachus), Slender-billed Conure (Enicognathus leptorhynchus), Austral Conure (Enicognathus ferrugineus) og eigið kyn. Fer sér oft hægt og hefur gaman af að vera á jörðinni.
Hávaðasemi: Miðlungshávær- oft hávær.
Fóðrun: Fjölbreytt kornfóður, ávextir og grænmeti. Einnig vel soðið alifuglakjöt, fiskur. Fjölvítamín nauðsynlegt.
Staða í dag: CITIES II. Nokkuð algengur en á undanhaldi vegna skógarhöggs og veiða.
Verð: Ótaminn 45.000 kr. Handmataður 100.000 kr.
|
|