|
 |
|
Penguin (Blackline Penguinfish) Thayeria boehlkei
Stærð: 3,2 cm, mest 6 cm.
Kynin: Á æxlunartímanum virðist karlfiskurinn vera mjórri en kvenfiskurinn.
Um fiskinn: Sokkabandstetran er yfirleitt friðsöm og lyndir vel við aðra rólega fiska. Best að hafa þær í 5-6 fiska torfum. Ef vatnsgæðin eru góð verða þær langlífar og auðveldar í umönnun.
Uppruni: S-Ameríka: efra vatnasvæði Amazonfljóts í Perú og Araguaia fljót í Brasilíu.
Æxlun: Einn karlfiskur á móti tveimur kvenfiskum er best, sé ætlunin að fjölga þeim. Ef aðeins er ein kerla og einn karl, gæti hún slasast eftir eltingarleikinn. Hrognin klekjast út á 20-24 tímum.
Búrstærð: 80 l
Hitastig: 22-28°C
Sýrustig (pH): 6-8
Harka (gH): 5-19
Fóður: Þurrfóður, blóðormar.
Verð: 390 kr.
|
|