|
Pictus (Polkadot Catfish) Pimelodus pictus
Stærð: 15-25 cm.
Kynin: Ógerlegt er að sjá mun á kynjunum.
Um fiskinn: Piktusinn er gullfallegur og vinsæll fiskur. Hegðun hans á matmálstíma hefur skemmt mörgum eigandanum þar sem hann fær í hálfgert æðiskast. Því miður blandast piktusar aðeins fiskum af svipaðri stærð þar sem þeir éta minni fiska. Fara skal með aðgát þegar á að fanga þennan fisk þar sem hann er mjög broddóttur og nær að festa bæði bak- og eyrugga í netinu. Hann getur einnig stungið þig, bara til að hefna sín!
Æxlun: Fjölga sér aðeins í náttúrunni.
Uppruni: S-Ameríka: Kólombía.
Búrstærð: 200 l
Hitastig: 22-25°C
Sýrustig (pH): 6-7,2
Harka (gH): 10
Fóður: Þurrfóður, dafnía, blóðormar, túbífexormar.
Verð: 2.290 kr.
|
|