toppurFiskarFuglarHundarKettirNagdýrFroskdýrÁ aðalsíðu
transparent
transparent
 

FERSKVATN

ANNAÐ

Pseudotropheus demansoni

Demansoni
Pseudotropheus demansoni

Stærð: 7 cm.

Kynin: Karlfiskurinn er dökkblár með sverum svörtum þverböndum. Kvenfiskurinn eins en minni og ekki í eins sterkum litum (neðri mynd). Hængurinn með gula eggjabletti á gotraufarugganum.

Um fiskinn: Demansoninn er lítill en knár og fastheldinn á svæðið sitt. Hann veigrar sér ekki við að hjóla í stærri siklíður sem hætta sér inn á yfirráða- svæði hans. Hann þarf vel stórt búr með nóg af felustöðum fyrir hrygnurnar og afkvæmin. Finnst við Pombo Rocks í Malavívatni.

Æxlun: Þessir fiskar eru munnalarar af mbúnuætt og fjölkvænisfiskar. Hrygnur og seiði þurfa að geta leitað  skjóls í hellum og holum.

Búrstærð: 200 l

Hitastig:  26-28°C

Sýrustig (pH): 7,5-8,2

Harka (gH): 15

Fóður: Dafnía, fullvaxinn artemía, grænfóður.

Pseudotropheus_demasoni_e
Demansoni
botn